�?að eiga allir að kjósa, það er lýðræðislegur réttur hvers borgara.
Hér í Vestmannaeyjum getur fólk valið um þrjú framboð sem kynnt hafa stefnuskrár sínar. �?g segi kannski ekki að allar stefnuskrárnar séu eins, en þær bera það hinsvegar allar með sér að vilja gera vel fyrir bæjarfélagið Vestmannaeyjar. Allt fólkið sem er í framboði er fólk að mínu skapi og ég treysti því öllu til að standa vörð um hagsmuni Vestmannaeyja. – �?g á vini í öllum flokkum og ég á ættmenni í sumum þeirra, fólk sem ég ber mikla virðingu fyrir.
Mér finnst stjórnmál meira eiga heima á landsvísu, – í bæjarmálum er þessu öðruvísi farið, í flestum málum. – Sum þeirra mála sem hvað mest óánægjan er með í Eyjum eru einmitt mál er snúa að ríkisvaldinu; – samgöngumálin og heilbrigðismálin.
En er bæjarfélaginu Vestmannaeyjar vel stjórnað; er hugsað um velferð íbúa; leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla. Aðstoð við fólk sem lent hefur í erfiðleikum; fjárhagslega, félagslega. Er fjármálum vel eða illa stjórnað. Er mikið að gerast í Eyjum, – framkvæmdir, mannlíf. Og svo margt og svo margt.
Í sumum þessara málaflokka hef ég lítið vit og litla þekkingu, en ég fylgist með bæjarmálaumræðunni, hitti fólk og les fréttamiðlana.´
�?g er ánægður með margt í stjórnun Vestmannaeyjabæjar og síður með annað. �?g á barnabörn í grunnskólum bæjarins, sumum þeirra líður vel í skólanum, öðrum ekki, en ég finn að það er mikill metnaður í grunnskólunum að gera vel. �?g las það í Eyjafréttum að nú stæði til að gera stórátak á skólalóðum grunnskólanna, það er vel. En ég er ekki viss um að skóli án aðgreiningar sé rétta stefnan. – �?g á líka barnabörn í leikskólum bæjarins og líkar vel.
Og það er verið að stækka annan leikskólann og þar með vonandi að fjölga leikskólaplássum.
Mér virðist að vel sé haldið á fjármálum bæjarfélagsins, rekstrarhagnaður og sterkur fjárhagur. �?að er glæsilegt að eiga nokkra milljarða sem varasjóð, og sem nýtast mun næstu kynslóð.
�?g er mjög hallur undir betri umgengni um Eyjuna. Mér finnst ansi víða drasl og slæm umgengni á okkar fallegu eyju. Mér finnst umhverfi Sorpu hræðilegt, reyni að forðast að horfa í geymslugryfjuna þegar ég heimsæki fjöllin fallegu í Eyjum. �?g vildi óska að við ættum fleiri �??Jóa í Laufási�??.
Nýlega var ég viðstaddur vígslu á stækkun Hraunbúða, það er reyndar málaflokkur sem ríkisvaldið á að sjá um, en hefur ekki staðið sig. Vestmannaeyjabær hefur því lagt út ansi marga milljónatugi í rekstur og framkvæmdir við Hraunbúðir, – sem ríkisvaldið hefði átt að greiða, �?? með það að markmiði að þjóna betur þeim sem á þeirri þjónustu þurfa að halda.
�?g er félagi í Félagi eldri borgara. Stuðningur og samskipti félagsins við Vestmannaeyjabæ eru með miklum ágætum og yfir engu að kvarta.
�?g hef heyrt það á fundum ÍBV íþróttafélags, að mörgum þar á bæ finnst bæjarfélagið leggja alltof lítið af mörkum til íþróttamála og þá í samanburði við sum önnur bæjarfélög. �?að má vel vera að svo sé, það þekki ég ekki, en ansi margt er vel gert, – allavega er Vestmannaeyjabær íþróttabær og fá ef nokkurt bæjarfélag stendur Eyjunum að sporði nú um stundir. Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og alla hina titlana; Arnar, Siggi, Kalli og þið öll, sem hafið fært okkur Eyjabúum þvílíka gleði og stolt. �?? Vestmannaeyjabær þarf að standa vörð um þetta flotta félag.
�?g er nokkuð viss um að framkvæmdir í Vestmannaeyjum þessi misserin eru meiri en nokkurn tímann, nema ef vera skildi árin eftir gos.
�?g er mjög spenntur fyrir nýja hvalasafninu og fiskasafninu í Fiskiðjuhúsinu. �?ar hafa menn hugsað stórt og fram á veginn.
�?g á erfitt með að þola endalaust forræði �??að sunnan�?? og þakka þeim kærlega, sem stóðu fyrir andmælum gegn því að friðlýsingu á búsvæðum sjófugla við Vestmannaeyjar yrði stjórnað úr Reykjavík, – og höfðu sigur. �?ar kom til vilji bæjarbúa sem sögðu: Nei takk.
�?g var líka mjög ánægður með að Vestmannaeyingar fái að hafa meira um rekstur Herjólfs að segja. �?ll helstu framfaramál Vestmannaeyja í gegnum tíðina hafa orðið þegar Eyjafólk tekur málin í sínar hendur. �?? Forræði �??að sunnan�??. Nei takk.
En verkefnið að stjórna bæjafélagi tekur aldrei enda, og þótt margt sé gott og hafi verið vel gert, er margt eftir að gera og margt má gera betur. Enginn getur allt, en allir geta eitthvað. Heilu bæjarfélagi er ekki stjórnað af 7 manna bæjarstjórn, þar kemur til starfsfólk bæjarfélagsins og íbúar þess. �??Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við�??.
Allir eiga sína erfiðu tíma, – ég er þar engin undantekning. Á erfiðum tíma kom sálfræðingurinn og bæjarstjórinn Elliði Vignisson til mín óumbeðinn, og veitti mér stuðning og hjálp, – sem ég mun aldrei gleyma. �?á gerði ég mér grein fyrir að hann er gull af manni.
Fyrir nokkrum dögum spurði hún Hanna mín, hvort ég væri búinn að ákveða hvað ég ætlaði að kjósa. �?g játti því. – �??�?g þarf líklega ekki að spyrja hvað flokk þú ætlar að kjósa?�?? spurði hún. – �??Nei, maður á áttræðisaldri snýr úr því sem komið er, ekki svo glatt af þeirri leið, sem hann hefur arkað allt sitt líf – og verið sáttur við�??.
Áfram Vestmannaeyjar
Gísli Valtýsson