Á miðvikudagskvöld var haldinn borgarafundur með fulltrúum framboðana þriggja sem bjóða fram í kosningunum á morgun. Umræðan snerist að stórum hluta um samgöngumál og nýgerðan samning um rekstur Herjólfs. Athygli mína vakti að fulltrúar H framboðsins hafa ekki enn getað áttað sig á því hvort þeir séu hlynntir samningnum eða á móti honum. Í stað þess að kynna sér málin er talað í hringi. Samninginn segja þeir slæman, þrátt fyrir að þjónustuaukningin sé góð er áhættan sé mikil.
�?ar sem ég sat minn fyrsta bæjarstjórnarfund þegar samþykkja átti samninginn vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum sem ég tel mikil heillaspor fyrir samfélagið hér í Eyjum:
* Ferðum er fjölgað, farið fyrr af stað á morgnanna og siglt lengur fram eftir á kvöldin
* Íbúum í Vestmannaeyjum er tryggður helmings afsláttur af fargjöldum
* Bókunarkefið er tekið algerlega í gegn
* Í öllum ákvörðunum skipta hagsmunir heimamanna mestu máli
* Glórulaus kaup á inneignarkortum fyrir tugi þúsunda heyra sögunni til
* Núverandi Herjólfur verður til taks út samningstímann
* �?ll fjárhagsleg áhætta bæjarins er takmörkuð eins og mögulegt er
Hvernig er hægt að vera á móti þessum samningi? Hverju er H- listinn á móti? Getum við ekki sameinast um það að fagna þessu framfaraskrefi fyrir bæinn okkar?
Í máli frambjóðanda H- listans á miðvikudagskvöld kom fram að ómögulegt sé að segja samningnum upp. �?eim sem kunna að trúa því vil ég benda á að lesa má samninginn í heild sinni á vef Vestmannaeyjabæjar. �?g leyfi mér að vitna beint í samninginn:
�??9.4 Uppsagnarfrestur samnings þessa er 6 mánuðir. �?ski annar hvor aðila eftir að segja samningnum upp skal það gert skriflega og sent gagnaðila með sannanlegum hætti�??.
Með öðrum orðum: Einn tölvupóstur. Ekki ómögulegt, EINN T�?LVUP�?STUR.
Látum ekki blekkjast. Hlustum ekki á úrtöluraddir þeirra sem vilja rífa niður heldur höldum áfram að byggja upp.
Guðjón �?rn Sigtryggsson.