Núna klukkan átta í kvöld höfðu 54,7%, kjósenda í Vestmannaeyjum kosið til sveitarstjórnar á kjörstað. Ef við tökum saman þá sem fóru á kjörstað í dag og þá sem kusu utankjörstaðar er kjörsókn núna orðin yfir 80% sem er þýðir mesta kjörsókn í mörg ár, en utankjörfundaratkvæði eru 796 talsins, eða 25,2%. Enn eru tveir tímar til stefnu og hægt er að kjósa til klukkan tíu í kvöld.