Fara þarf aftur yfir öll atkvæði sem greidd voru í Vestmannaeyjum. Heimildir fréttastofunnar herma að Sjálfstæðisflokkurinn sé örfáum atkvæðum frá því að ná inn fjórða manni og þar með hreinum meirihluta var greint frá í Kosningasjónvarpi Rúv.
Samkvæmt fyrstu tölum hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins, en Fyrir Heimaey vantaði aðeins átta atkvæði upp á að ná inn sínum þriðja manni á kostnað fjórða bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. �?egar talningu var lokið kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn þarf fimm atkvæði til þess að halda meirihlutanum.
Gerð hefur verið athugasemd við fjögur atkvæði sem voru úrskurðuð ógild, á þeim forsendum að þau hafi borist of seint. Kjósendur greiddu atkvæði sín eftir að kjörfundi lauk, samkvæmt heimildum fréttastofu. �?á var send mynd af einu utankjörfundaratkvæði, sem gæti leitt til þess að það verði lýst ógilt.