Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa í Fyrir Heimaey í dag. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta ætlar Eyjalistinn að hitta Fyrir Heimaey í kvöld og má því áætla að fundur hans við sjálfstæðisflokkinn verði þar á undan.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Sjálfstæðismenn missa því tvo fulltrúa og hafa því þrjá kjörna fulltrúa núna. Fyrir Heimaey ná inn þremur fulltrúum og Eyjalistinn missir einn og heldur því aðeins einum fulltrúa, en erum samt sem áður í valdastöðu núna þegar kemur að því að mynda meirihluta.
Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, sagði í samtali við Eyjafréttir að þeir hafi funduðum í gær hjá Eyjalistanum, �?? við ákváðum að hópur frá okkur færi til fundar við bæði hin framboðin í dag og svo metum við framhaldið út frá þeim. Við erum í raun að kanna grundvöll fyrir mögulegu samstarfi, skoða hvar við erum sammála og hvar okkur greinir á og reyna að meta stöðuna út frá því.�??