Síðastliðinn tvö ár hefur brugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum valið einn sjómann úr Eyjaflotanum og tilnefnt hann sem sjómann ársins. 2016 var það Ragnar �?ór Jóhannsson eða Raggi Togari eins og hann er jafnan kallaður og 2017 var það Ríkharður Zoëga Stefánsson sem valdir voru sem sjómenn ársins. Í framhaldinu hafa strákarnir í The Brothers Brewery bruggað bjór í samstarfi við sjómenn ársins og selt á valda veitingastaði.
Í ár er sjómaður ársins Sverrir Gunnlaugsson skipstjóri en Sverrir hefur ákveðið að setjast í helgan stein og mun hann hætta störfum á komandi mánuðum. Á sínum sjómannsferli hefur Sverrir m.a. verið á Vestmannaey VE, Bergey VE, Erlingi KE, Jóni Vídalín VE, Gullbergi VE, Sindra VE, Berg VE, �?feigi VE, Dala Rafni VE, Huginn VE og Hamrabergi VE.
Í samtali við Eyjafréttir sagði Jóhann Guðmundsson, yfirbruggari The Brothers Brewery, Sverri hafa tekið vel í hugmyndina að fá bjór nefndan eftir sér. Jafnframt segir Jóhann bjórinn Sverri vera þægilegan og léttan miðað við prósentu. �??Sverrir tók mjög vel í þá hugmynd og þakkaði fyrir þann heiður að fá þessa nafnbót. �?að var ekki hægt að horfa fram hjá Sverrir þar sem hann er að hætta sjómennsku eftir 50 ár á sjónum. Hann hefur verið farsæll sem skipstjóri og stýrimaður og gríðarlega vel liðinn af samstarfs fólki sínu. Við erum þakklátir Sverri að taka þátt í þessu með okkur.�??
Hvað getur þú sagt mér um bjórinn Sverri? �??Sverrir er 8% Stout sem er svo blandaður með sér ristuðu kaffi frá Te og Kaffi. Ristað kaffi og súkkulaði er einkennandi fyrir bjórinn en þrátt fyrir þetta er hann samt léttur og þæginlegur þrátt fyrir 8%,�?? segir Jóhann.
Togarinn og Zoëga hafa samanlagt safnað um einni milljón króna til styrktar Krabbavarnar og er stefnan að sjálfsögðu að gera enn betur í ár. �??Auðvitað er það alltaf markmiðið að gera betur en það er ekki í okkar höndum. Við sjáum um að framleiða bjórinn og í samstarfi við Sjómannadagsráðið í Vestmannaeyjum er bjórinn boðinn upp til góðgerðarmála á sjómannaballinu. �?ar eru það sjómenn og útgerðir sem hafa tekið sprotanum og lagt Krabbavörnum lið. �?arna standa allir saman fyrir gott málefni.�??
Hvar verður hægt að nálgast bjórinn? �??Við munum byrja að selja hann á ölstofunni okkar á fimmtudaginn klukkan 18:00. Einnig verður hægt að nálgast hann á Micro bar í Reykjavík og nýjum vínbar Te og kaffi úti á Granda,�?? segir Jóhann að lokum.