Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, hafa komið sér saman um að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Ákveðið hefur verið að Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, verði bæjarstjóri, Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, verði formaður bæjarráðs.
Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri.
Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku.
F.h. H-lista, Fyrir Heimaey
Íris Róbertsdóttir
F.h. Eyjalistans
Njáll Ragnarsson