Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV í handbolta, er á förum frá félaginu en hann greindi frá tíðindunum á facebook fyrr í dag. Róbert Aron, sem er uppalinn hjá Fram, mun leika með Val á næstu leiktíð en þar mun hann hitta fyrrum samherja sinn hjá ÍBV, Agnar Smára Jónsson.
Í yfirlýsingu sinni segir Róbert Aron að ákvörðunin hafi verið tekið af persónulegum ástæðum og að hún hafi verið honum erfið. Hér má sjá tilkynningu Róberts Arons í heild sinni:
Jæja elsku vinir í Vestmannaeyjum!
Nú er komið að tímamótum hjá mér og tilkynni ég hér að ég mun ekki spila fyrir ÍBV á næstu leiktíð. �?etta er mér gríðarlega erfið ákvörðun sem er tekin af persónulegum ástæðum. Með því að fara frá ÍBV er ég ekki aðeins að kveðja vini mína í ÍBV heldur heilt samfélag af æðislegu fólki. Allir í Eyjum hafa sýnt mér stuðning, ást og vinskap og það er heiður að hafa verið hluti af þessu batteríi. �?g er svo fáranlega stoltur af því að hafa spilað fyrir bandalagið ÍBV. �?að spurðu mig margir hvað ég væri að pæla með að þvælast út í Eyjar á sínum tíma. Fer ekkert nánar útí það en ég held að allir séu búnir að fá svarið við þvi í dag! Í Eyjum hef ég fengið að spila handbolta í hæsta gæðaflokki með geggjuðum leikmönnum, undir topp þjálfurum og bestu stuðningsmönnum landsins. Vegna þessa höfum við unnið 4 stóra titla. �?g eignaðist risa stóra fjölskyldu sem ÍBV er og ég elska hana útaf lífinu og mun alltaf gera. Að auki hef ég kynnst mörgum af mínum bestu vinum. Að hafa upplifað þetta allt saman með ykkur er ógleymanlegt.
�?g vil þakka öllu starfsfólki og stjórnarmönnum ÍBV fyrir frábært samstarf. Takk stuðningsmenn! �?ið eruð einstakir og ég elska ykkur! �?að er svo mikið af fólki sem ég vill þakka persónulega með knúsi og einlægni og það mun ég gera við fyrsta tækifæri.
Áfram Vestmannaeyjar!!
Hostert Out!!!!