ÍBV skrifaði í gær undir samninga við fjóra leikmenn, Ester �?skarsdóttir og Sandra Dís framlengdu við klúbbinn og Arna Sif Pálsdóttir og Sunna Jónsdóttir bætast í hópinn.
Ester og Söndru Dís þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum ÍBV enda hafa þær verið buðarásar í liðinu undanfarið. Ester var á dögunum valin besti leikmaður og besti varnarmaður Olísdeildar kvenna enda var hún frábær í vetur. Frábærir leikmenn og mikil hamingja með að þær verði áfram í ÍBV.
Arna Sif Pálsdóttir er þriðja leikjahæðsta handknattleikskona Íslands frá upphafi með 129 landsleiki. Hún er alin upp hjá HK en hefur búið erlendis síðastliðin níu ár og spilað í Danmörku, Frakklandi og nú síðast í ungverjalandi.
Sunna Jónsdóttir hefur leikið 56 leiki fyrir Íslenska landsliðið. Undanfarin ár hefur hún búið erlendis og spilað sem atvinnumaður, fyrst með BK Heid í Svíðþjóð og svo með Skrim Kongsberg og HK Halden í Noregi. Á Íslandi spilaði hún með Fylki og Fram. Hún tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn.
�?að er mikill styrkur að fá �?rnu og Sunnu til ÍBV enda báðar frábærar bæði innan sem utan vallar, báðar sömdu til tveggja ára. Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari er mjög spennt fyrir að fá þær til liðs við sig en hún þekkir vel til þeirra en hún spilaði bæði á móti þeim í félagsliðum og sem samherji í landsliðinu.
Á mánudagin framlengdu Karólína Bæhrenz Lárudóttir og Greta Kavaliuskaite einnig samninga sína við ÍBV. Karólína um eitt ár og Greta um tvö.