Dagskrá Sjómannadagsins hófst í gær með tónleikum Emmsé Gauta í Alþýðuhúsinu. �?lstofa The Brothers Brewery kynnti Sjómannabjórinn 2018 Sverri en Sverrir Gunnlaugs skipstjóri er sjómaður ársins 2018 og er Sjómannabjórinn tileinkaður honum.
Dagskránni var framhaldið í morgun um með Opna Sjómannamóti Ísfélags Vestmannaeyja í golfi þar sem vegleg verðlaun voru í boði. Breki VE61, nýtt skip Vinnslustöðvarinn var nefndur við hátíðlega athöfn á bryggjunni við frystigeymslu VSV. Strax á eftir voru nýjum frystigeymslum gefið nafn. VSV gaf börnum gjafir og veitngar voru í boði.
Í kvöld verður rokkað feitt á Skonrokki í Höllinni til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra.
Pétur �?rn, Stefán Jacobs, Dagur Sigurðs, Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún mæta og húsið opnar kl. 21.00.
Á morgun verður dagskránni framhaldið með dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun í boði. Á hádegi þeytir Eyjaflotinn skipsflauturnar
Eftir hádegi er dagskrá á Vigtartorgi. Séra Viðar Stefánsson blessar daginn. Kappróður, koddaslagur, Lokahlaup, Sjómannaþraut. Listflug, Foosball völlur á staðnum, þurrkoddaslagur fyrir krakkana. Kjörís verður á bryggjunni að gefa ís og kynna nýjungar. SS mætir og grillar í fólkið. Ribsafari býður ódýrar ferðir. Hoppukastalar og flossala. Drullusokkar mótorhjólaklúbbur verða með opið á Skipasandi og sýna fáka sína.
Um kvöldið er Hátíðarsamkoma Sjómannadagsráðs í Höllinni þar sem Einsi Kaldi býður upp á hátíðarkvöldverð. Veislustjóri er Sóli Hólm og Stefanía Svavars, Stebbi Jak og Jarl Sigurgeirsson skemmta. Albatros skemmtir og spilar á balli Háaloftið verður opið með allskonar tilboð og kósýheit.
Á sunnudaginn er hefðbundin dagskrá, Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Viðar Stefánsson predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu er minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Snorri �?skarsson stjórnar athöfninni.
Sjómannadagskaffi Eykyndilskvenna opnar í Alþýðuhúsinu verður á sínum stað. Hátíðardagskrá á Stakkó verður með hefðbundnum hætti. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur, aldnir sægarpar verða heiðraðir. Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn �?órhalls Barðasonar. Ræðumaður Sjómannadagsins er Andrés �? Sigurðsson. Verðlaunaafhending fyrir kappróður, koddaslag, lokahlaup, sjómannaþraut, dorgveiðimót og Sjómannamótið í Golfi. Leikfélagið, Fimleikafélagið Rán, hoppukastalar, popp og flos.
Klukkan 16:00 ÍBV-KR á Hásteinsvelli. Allir á Völlinn. 900 Grillhús verður með grillvagnin á svæðinu
Sýningar og Söfn
Sagnheimar, byggðasafn. Opið kl. 10-17 alla helgina.
Einarsstofa. 10-17 með samstarfssýninguna Fólk á flótta. �??Don´t look back �?? just carry on �?? luggage�?�.
Sýningin er samstarfsverkefni Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) og þriggja annarra skóla frá Rúmeníu, Svíþjóð og Póllandi í samstarfi við Sagnheima. Vesrkenið er styrkt af SASS.
Sæheimar, Opið 10-17 alla helgina. �?keypis aðgangur á sunnudeginum.
Eldheimar: 11-18
TILKYNNINGAR FRÁ SJ�?MANNADAGSRÁÐI
 �?eir sem ætla að taka þátt í kappróðrinum og öðrum dagskráratriðum
vinsamlegast hafið samband í síma 869-4449, eða á facebook síðu sjómannadagsráðs.
Ein rúta á lið fyrir þáttöku í kappróðri
 Miðasala á dansleikinn verður í Höllinni á laugardag frá kl. 13-17.
Einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn. Borðapantanir í síma 846-4086
 Sjómannadagsráð Vestmannaeyja, s: 869-4449, 697-9695 og 8987567
SJ�?MANNADAGSBLAÐ
VESTMANNAEYJA
Karate-félagið mun ganga í hús Vikuna fyrir sjómannadag og selja Sjómannadagsblaðið og Sjómannadagsmerkin