Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum hefur kært úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Vestmannaeyjum 2018 til Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Kæran var móttekin 1. júní 2018. Kæran tekur til fjögurra utankjörfundaratkvæða sem yfirkjörstjórn úrskurðuðu ógild og hins vegar tekur kæran til myndbirtingar á samfélagsmiðlum á mynd sem tekin er af atkvæði eintaklings. �?essi fimm atkvæði sem um ræðir geta breytt úrslitum kosninganna. Einnig er gerð athugasemd við það að útgefnir kjörseðlar stemmi ekki við greidd atkvæði.