Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Vest­manna­eyj­um sendi frá sér í gær tilkynningu þess efnis að þau hefðu kært úr­slit kosn­ing­anna til sýslu­manns í gær. Kæran var móttekin 1. júní 2018. Kæran tekur til fjögurra utankjörfundaratkvæða sem yfirkjörstjórn úrskurðuðu ógild og hins vegar tekur kæran til myndbirtingar á samfélagsmiðlum á mynd sem tekin er af atkvæði eintaklings. �?essi fimm atkvæði sem um ræðir geta breytt úrslitum kosninganna. Einnig er gerð athugasemd við það að útgefnir kjörseðlar stemmi ekki við greidd atkvæði.
Jó­hann Pét­urs­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í síðastliðnum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í Vest­manna­eyj­um, man ekki til þess að svig­rúm hafi verið gefið til að koma at­kvæðum til Vest­manna­eyja vegna slæms veðurs í öðrum kosn­ing­um sem hann hef­ur verið viðriðinn und­an­farna tvo ára­tugi eða svo. �??Lög­in gefa ekki svig­rúm til slíks að mínu mati,�?? seg­ir Jó­hann við mbl.is í gær.