Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) eins og við þekkjum félagið í dag varð til við sameiningu Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyja og Björgunarfélagsins 1992. �?að er ein af stoðum bæjarfélagsins með 30 til 35 manna hóp sem alltaf er til þjónustu reiðubúinn þegar eitthvað bjátar á hjá samborgurunum. Eins og til dæmis þegar brjálað veður skellur á, leita þarf að fólki eða bjarga fólki úr háska sem stundum er barátta upp á líf og dauða. Björgunarfélagið fagnar 100 ára afmæli á þessu ári og hér er stiklað á stóru í sögu þess í heila öld. �?au eru mörg útköllin á hverju ári en ekkert er stærra en aðfaranótt 23. janúar þegar eldur var uppi á Heimaey. Félagið hefur verið brautryðjandi í björgunar- og öryggismálum sjómanna frá upphafi.
Greinina í heild má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.