Rúbiks-kubbamót verður haldið í húsakynnum Framhaldskólans í Vestmannaeyjum á morgun en mótið nefnist einfaldlega Heimaey Open 2018. Mótið í Eyjum er hluti af stærra móti sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík um helgina en þar eru 50 manns frá 11 löndum skráðir til leiks. Eyjamaðurinn Rúnar Gauti Gunnarsson er einn keppenda mótsins en hann er sömuleiðis einn skipuleggjanda mótsins í Eyjum.
�??Mótið verður haldið á morgun uppi í framhaldsskóla en það eru 11 keppendur búnir að skrá sig,�?? segir Rúnar Gauti en keppt verður í hvorki fleiri né færri en ellefu flokkum. �??�?að verður keppt í mismunandi stærðum á kubbum, 2×2, 3×3, 4×4 og 5×5. Svo eru líka keppt í blindandi flokki svo eitthvað sé nefnt. Keppendur eru frá fimm löndum mun standa yfir frá kl. 09:00 til 17:00. �?etta verður virkilega áhugavert og hvet ég alla til að koma við og fylgjast með.�??
Ekki eru margir sem kunna að leysa Rúbiks-kubba og veit Rúnar Gauti einungis um þrjá í Vestmannaeyjum. Sjálfur verður hann sá eini frá Eyjum sem mun taka þátt í mótunum og stefnir hann að sjálfsögðu á að setja met. �??�?g vonast til að bæta einhver Íslandsmet en keppt er í kubbum frá 2×2 til 7×7 á mótinu í Háskólanum í Reykjavík,�?? segir Rúnar Gauti en meðal keppenda á mótinu verður m.a. heimsmethafi í að leysa kubb í sem fæstum hreyfinum.