Skólaslit Tónlistarskólans fóru fram síðastliðinn föstudag. Við það tilefni mætti fulltrúi Rotary klúbbsins Stefán Sigurjónsson og færði Daníel Franz Davíðssyni viðurkenningu og styrk vegna góðs árangurs í hljóðfæranámi á bariton og túbu. Rotaryklúbburinn hefur um árabil veitt nemanda viðurkenningu sem þótt hefur skara framúr. Er Daníel vel að viðurkenningunni kominn.
Nemendur við skólann voru um 120 talsins sem er svipað og síðasta ár. Starfslið skólans telur 11 manns í um 6 stöðugildum.
Kennt er á upp undir 20 hljóðfærategundir auk söngs og tónfræðigreina. Skólalúðrasveit er starfrækt í tveim styrkleikastigum auk strengjasveitar. �?á eiga Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sitt athvarf í skólanum og er þar einnig um ýmiskonar samstarf að ræða. Skólinn tekur aftur til starfa í lok ágúst.