Í ljósi mjög dræmrar forsölu höfum við ákveðið að fresta tónleikum okkar um óákveðinn tíma.  Það er mikið fyrirtæki að koma með jafn stórt verkefni og þetta til Eyja og því sjáum við okkur ekki fært að koma við þessar aðstæður og vonum að Eyjamenn sýni því skilning.  Á allra næstu dögum finnum við nýjan tíma og vonum þá að sú dagsetning henti fleirum og að Eyjamenn nýti sér forsöluna til að ná sér í ódýrari miða og senda okkur skilaboð um að við séum meira en velkomnir til Eyja. ? Við hlökkum mikið til að koma og skemmta í Höllinni.

Með vinsemd
Mugison, Jónas Sig og Höllin.