Í dag er fyrsti bæjarstjórnarfundur þessa kjörtímabils. Við sem stöndum að nýjum meirihluta óskuðum eftir að fyrsti fundur yrði ekki haldinn 21. júní, þar sem undirrituð yrði stödd erlendis. Kom nýr meirihluti með tillögur að öðrum dagsetningum, sem Trausti Hjaltason varð ekki við. Trausti boðar til fyrsta fundar samkvæmt sveitastjórnarlögum, þar sem hann á flesta fundi að baki í bæjarstjórn.
Guðmundur Ásgeirsson situr fundinn í minn stað í dag. Ég óska öllum bæjarfulltrúum til hamingju með kjörið og hlakka til nýs kjörtímabils.
Íris Róbertsdóttir
oddviti H-lista