Vestmannaeyjabær hefur valið Bjarneyju Magnúsdóttur til að gegna stöðu skólastjóra leikskólans Kirkjugerði. Bjarney er leikskólakennari með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum og stjórnun. Hún hefur gegnt ýmsum störfum innan leikskóla, s.s. sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri, sinnt sérkennslu og nú síðustu 10 árin hefur hún verið leikskólastjóri við leikskólann Sólhvörf í Kópavogi. Bjarney tekur við starfi leikskólasjóra um miðjan ágúst. Alls sóttu þrír um stöðu leikskólastjóra Kirkjugerðis.

Vestmannaeyjabær þakkar Thelmu Sigurðardóttur, fráfarandi leikskólastjóra Kirkjugerðis, fyrir hennar starf en hún hefur sinnt stöðu leikskólastjóra afburðavel á því tæpa ári sem hún hefur gegnt því.