:: segir Njáll Ragnarsson, nýr formaður bæjarráðs

Sjálfstæðismenn vildu fá svör á fyrsta bæjarstjórnarfundinum sem haldinn var í síðustu viku, um það af hveru væri farið gegn þeirri venju að minnihlutinn fengi varaformennsku í fastanefndum. Njáll Ragnarsson oddviti Eyjalistans fór þá í pontu og svaraði minnihlutanum. „Á fundinum svaraði ég því til að á síðasta kjörtímabili hafi Eyjalistinn skipað einn mann af fimm í nefndir bæjarins og óskað eftir því að fá að bæta við örðum manni, en því hafi einfaldlega verið hafnað, þrátt fyrir gríðarlegra yfirburðarstöðu Sjálfstæðisflokksins bæði í bæjarstjórn og í nefndum bæjarins. Þá urðum við ekki vör við þá samstöðu og samstarfsvilja sem nú er borin á borð. Að sjálfsögðu er það þannig að traust þarf að ríkja á milli meiri- og minnihluta og ávinnst á milli kjörinna fulltrúa með tímanum. Ég á hins vegar ekki von á öðru en að samstarf fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn sem og í nefndum á vegum bæjarins verði gott og farsælt. Allir eru að hugsa um hagsmuni heildarinnar en við spilum einfaldlega eftir ákveðnum leikreglum hvað þetta varðar, “ sagði Njáll í samtali við Eyjafréttir eftir fundinn.
Þakklátur fyrir traustið
Komandi tímar leggjast vel í Njál og sagðist hann vera þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt og það tækifæri sem hann fæ til að leiða þessa vinnu sem framundan er. „Ég hef mikla trú á því að næstu fjögur árin getum við komið að þeim góðu málum sem við höfum talað fyrir, t.d. varðandi forgangsröðunar í þágu fræðslumála og öflugrar hagsmunargæslu Vestmannaeyjabæjar gagnvart hinu opinbera.