:: 45 ár síðan gosinu lauk

Heimaeyjargosið hófst 23. janúar 1973 og var því lýst lokið þann 3. júlí sama ár. Gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi. Giftusamlegri björgun á fólki og stórum hluta af eignum er minnst þegar gosið er rifjað upp. Þó að nú á 21. öldinni rísi upp kynslóð, sem ekki upplifði atburðina örlagaríku, eru þeir þó greyptir í hjörtu Eyjamanna. Minningarnar lifa og munu fara frá manni til manns. Þannig hefur gosið grópað huga Eyjamanna og er eitt af því sem gerir íbúa Heimaeyjar einstaka.
Í morgunblaðinu þann 13 júlí árið 1973 birtust myndir af Eyjamönnum ásamt þessum texta, –
„EFRI myndin er tekin að kvöldi 3. júlí þegar opinberlega var tilkynnt, ef svo mætti að orði komast, að gosinu í Vestmannaeyjum væri lokið. Þá gerðu menn margt sér til gamans og skutu flugeldum móti eldfjallinu og Itveiktu á blysum. Á myndinni eru fáeinir af þeim Eyjaskeggjum, sem komu saman umrætt kvöld til þess að láta í ljós gleði sína. Blikið í augum stúlkunnar með blysið speglar þær vonir Vestmannaeyinga, sem nú virðast vera að rætast. Heimaey er aftur að verða byggileg. Neðri myndin, sem okkur finnst líka hæfa að birta í þessu blaði, var tekin í Eyjum á sjómannadaginn. Myndin gefur góða hugmynd um þau verkefni, sem enn blasa við Vestmannaeyingum, auk þess sem varla hæfði að láta minnismerki sjómannsins vanta í þetta Eyjablað. Sigurgeir í Eyjum tók báðar þessar myndir og auk þess nær allar myndir hér í biaðinu fra Vestmannaeyjum. Að merkja hverja mynd fyrir sig í öllum þessum grúa þótti hins vegar ekki vinnandi vegur. Þó er þess að geta, að af myndunum á forsíðunni á Sigurgeir allar nema eina: þá af eldfjallinu að óskapast um nið dimma nótt. Valdís tók hana
Hin dökka myndin & forsiðunni sýnir hvernig fólk mátti horfa á húsin sín hverfa. Þá eru andstæðurnar á ljósu myndunum. Önnur sýnir hvernig börnin eru aftur byrjuð að hoppa um Heimaey, hin er af því sem allir mega enn þá hafa i Eyjum.“