Í sumar verða rannsakendur háyrninga á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar með aðstöðu í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Verkefnið heitir The Icelandic Orcas research project og hófst það árið 2008. Megintilgangurinn með því er að læra meira um háhyrninga og hlutverk þeirra í vistkerfi hafsins. Þetta er fyrst langtíma rannsóknin með það að markmiði að fylgjast með háyrningum við strendur Íslands og skilja meira um hegðun þeirra og ógnir sem þeir kunna að standa frammi fyrir. Hægt er að fylgjast með rannsókninni á facebooksíðu verkefnisins.

Verkefnið er styrkt af Rannís en einnig styrkir Earthwatch Institute verkefnið með því að senda sjálfboðaliða til að aðstoða við rannsóknina. Nokkrir litlir hópar koma frá þeim í tvær vikur í senn yfir sumarið.
Það helsta sem verið er að rannsaka hjá háhyrningunum er félagsleg hegðun þeirra, hvort þeir myndi fjölskylduhópa, hvað þeir borða, stærð stofnsins og hvert þeira fara. Við þessar rannsóknir eru notaðar mismunandi aðferðir eins og hljóðritun, ljósmyndun, merkingar, sýnatökur og neðansjávarathuganir.
Á sumrin er hafsvæðið við Vestmannaeyjar skoðað en veturna 2013-2015 var unnið á hafsvæðinu við Snæfellsnes og var hópurinn þá með aðstöðu á Grundarfirði.
Stjórnandi rannsóknarinnar er Filipa Samarra en hún starfar sem vistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hún byrjaði á íslenska háhyrningverkefninu árið 2007 aðallega til að læra um hljóðfræðilega hegðun háhyrninga fyrir doktorsgráðu sína við St‘Andrews háskólann.