Fyrrverandi bæjarstjórar Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Ísafjarðar og Garðs ásamt fyrrverandi framkvæmdarstjóra Árborgar sækjast eftir stöðu bæjarstjóra Í Ölfusi. Átján sækjast eftir stöðunni, en fimm  kusu að draga umsókn sína til baka.Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í dag.

Ráðningarferlið er unnið í samvinnu við fyrirtækið Capacent, en í sveitarfélaginu bíða mörg verkefni, sérstaklega í atvinnumálum. Þá hefur mikil íbúafjölgun verið í sveitarfélaginu undanfarið og er það áhersla bæjarstjórnar að ganga frá ráðningu hratt og vel, að því sem fram kemur í svari frá bæjarráði Ölfusar við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta í síðustu kosningum í Ölfusi.