Í ár fögnum við því að 45 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu 1973 og að á þessum árum hefur vel tekist til að byggja hér upp blómlegt samfélag á ný. Fyrir liggur dagskrá Goslokahátíðar 2018 og eru kjörorð nefndarinnar mannamót, samvera og vinafundir. Formleg dagskrá hefst í dag og er nóg um að vera fyrir alla fram á Sunnudag.
FIMMTUDAGUR 5. júlí
09.00 Goslokafánar Íbúar og fyrirtæki skjóta saman upp nýjum fána Goslokahátíðarinnar. Fánar til sölu í Eymundsson, kr. 3.500.
11.00-18.00 Eymundsson: Bárustígur 2 Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi. Tímaskráning á staðnum.
17.00 Tónlistarskólinn: Vesturvegur 38 Myndlistarfélag Vestmannaeyja opnar sýningu á verkum félaga sinna.
14.00 Hraunbúðir: Dalhraun Lestur á ljóðum eftir Jónínu Fannbergsdóttur.
17.15 Einarsstofa: Ráðhúströð GZíró (Gerður G. Sigurðardóttir) opnar málverkasýningu.
21.00 Brothers Brewery: Bárustígur Bjórbingó á ölstofu The Brothers Brewery. Bingóspjald fylgir hverjum seldum bjór frá kl. 14.00-21.00.
21.00 Eldheimar: Gerðisbraut 10 Hippabandið kemur saman að nýju og ætlar að leika þekkta slagara hippatímabilsins. Sérstakur gestur þeirra verður Helgi Hermannsson úr hljómsveitinni Logum. Húsið opnar kl. 20.00. Aðgangseyrir kr. 2.000.