Með Eyjafréttum sem fór í aldreifingu innanbæjar í dag og til áskrifenda annarstaðar er sérstakt 18 bls. blað sem helgað er komu vatnsins til Eyja 20. Júlí 1968.
Þessara merku tímamóta verður einnig minnst með fundi  á laugardaginn 7. Júlí  í Sagnheimum – efri hæð Safnahúss kl. 14.00-16.00.  Þar  flytur Ívar Atlason  erindi um söguna og vatnsskortinn í Eyjum. Hrönn Hannesdóttir húsmóðir segir frá hvenig hún upplifði  takmarkað vatn á sínum uppvaxtarárum og við heimilishald áður en vatnsveitan tók til starfa.   Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks segir frá  lagningu vatnsleiðslu í landi 1966-1967  og Gunnar Marmundsson, eftirlitsmaður Vatnsveitunnar í landi til margra áratuga  greinir sínu starfi. Í lokin verður fyrirspurnum svarað og ljósmynd Sigurgeirs frá komu vatnsleiðslunnar 20 . júlí 1968 með nöfnum verður varpað á veginn.  Arnar Sigurmundsson verður með samantekt í lokin. Á eftir verður sýnt 20 mín. mynd sem NKT framleiðandi vatnsleiðslanna lét gera 1968 og sýnir undirbúnig , framleiðslu og lagningu leiðslunnar með Henri P. Lading.   Á eftir verður boðið upp á kaffi og konfekt. Reiknað er með að samkoman verði samtals um 2 klst.

Í áhugahópi til að minnast þessa merka atburðar eru Arnar Sigurmundsson, Ívar Atlason, Stefán Ó. Jónasson og Kari Bjarnason, Ómar Garðarsson var ritstjóri blaðsins Vatn í fimmtíu ár en það má skoða hér að neðan.

 

Vatn í 50 ár