Í ár fögnum við því að 45 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu 1973 og að á þessum árum hefur vel tekist til að byggja hér upp blómlegt samfélag á ný. Fyrir liggur dagskrá Goslokahátíðar 2018 og eru kjörorð nefndarinnar mannamót, samvera og vinafundir. Dagskrá dagsins er ekki að verri endanum og eitthvað fyrir alla!
10.00 Golfklúbbur Vestmannaeyja Volcano Open – ræst út 10.00 og 17.00. Keppendur eiga að mæta í skála klukkustund fyrr.
10.30-12.00 ÍBV: Hásteinsvöllur Opin fótboltaæfing með meistaraflokki karla, kvenna og 5.-7. flokki. Fótboltastjörnur framtíðarinnar læra af fótboltastjörnum nútímans.
13.00-15.00 Heimaey: Faxastígur 46 Opið hús í vinnu- og hæfingarstöðinni. Gestir og gangandi geta kynnt sér starfsemi hússins. Kerti og annað handverk til sölu á spottprís.
13.00-15.00 Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Ægisgata 2 Nýtt líf Fiskiðjunnar, opið húsið hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja á 2. hæð Fiskiðjunnar. Glæný aðstaða til sýnis fyrir áhugasama.
14.00 Gamli Oddurinn: Strandvegur 45 Elísabet Hrefna Sigurjónsdóttir opnar sýningu á málverkum á leðri og leðurskarti.
14.00-17.00 Skansinn Vatn til Eyja, sýning í vatnsveituhúsinu. Opið í Landlyst og Stafkirkjunni. Kaffi og konfekt í boði.
15.30 Stakkagerðistún Barnagleði í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Eurovision-stemning með Aroni Hannes, Lalla töframanni og Sirkus Íslands. Öllum krökkum gefið góðgæti.
16.30 Eldheimar Sigrún Einarsdóttir og Sigurgeir Jónasson opna saman hönnunar- og ljósmyndasýningu. Verk Sigrúnar eru fjölbreytt og innblásin af áhrifum Eyjanna, sýning Sigrúnar er sölusýning.
17.00 Kaffi Varmó: Strandvegur 51, Tara Sól Úranusdóttir opnar málverkasýningu.
17.00 Gamla Höllin: Vestmannabraut 19, Sunnansól og hægviðri – Stórtónleikar Lúðrasveitar og Karlakórs Vestmannaeyja. Frumflutningur Söru Renee á Goslokalaginu 2018 eftir Björgvin E. Björgvinsson. Hátíðarávarp í tilefni 45 ára gosafmælis. Sannkölluð menningarveisla. Tónleikarnir eru styrktir af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, 100 ára afmæli fullveldisins, Goslokanefnd og Skipalyftunni. Aðgangur ókeypis, takmarkað húsrúm.
18.00 Stakkagerðistún Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Gosa. Ísfélag Vestmannaeyja býður öllum á sýninguna.
18.00 Týsvöllur KFS – Kóngarnir. Áfram KFS!
19.00-21.00 Miðbærinn: Bárustígur, Karnival stemning, matarmenning, Sirkus Íslands, Lalli töframaður, Dagur og Fannar, og Aron Hannes leika fyrir gesti. Opið lengur í verslunum og ýmsar uppákomur í bænum.
20.00 Taflfélagshúsið: Heiðarvegur 9A, PopArt sýning fjölbreyttra listamanna, Perla Kristins ofl.
22.00 Höllin: Strembugata 13, Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit og Bjartmar Guðlaugsson og vinir með tónleika. Þeirra ástsælustu lög síðustu þriggja áratuga verða flutt. Tvö stórnöfn hita upp fyrir helgina. Húsið opnar kl. 20.30. Forsala í Tvistinum frá þriðjudegi, forsöluverð kr. 4.900, verð við inngang kr. 5.900.
23.00 Kaffi Varmó: Strandvegur 51, Fjöldasöngur með frændunum Kidda Bjarna og Guðna frá Selfossi sem spila á nikku og gítar.
23.00-02.00 Zame Kró: Strandvegur 73A, Trúbador heldur uppi fjöri með léttum lögum og fjöldasöng.
23.00-04.00 Lundinn: Kirkjuvegur 21, DJ heldur uppi góðu stuði frameftir nóttu.