Eyjamenn fengu Breiðablik í heimsókn á laugardaginn í bráðskemmtilegum leik. Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn bráð fjörugur. Engu munaði þó að Breiðablik stæli sigrinum á síðustu sekúndum leiksins þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu í uppbótatíma. Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, gerði sér þá lítið fyrir og kórónaði stórleik sinn með því að verja vítið frá Óliver Sigurjónssyni.
Eftir fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum standa Eyjamenn í 12. sæti en liðin fyrir neðan eiga þó leik til góða.

Næsti leikur strákana er svo í Evrópudeildinni á fimmtudaginn kl. 17 þegar norska liðið Sarpsborg 08 mætir á Hásteinsvöll.