KFS mætti Kóngunum úr Reykjavík í C-riðli 4. deildar á Týsvelli í gær. Er óhætt að segja að Eyjamenn hafi haft höld og tögl á leiknum.

Fyrsta markið kom á 2. mínútu og bættust við fimm til við bótar í fyrri hálfleik. Í þeim seinni hélt markaveislan áfram og urðu mörk KFS á endanum 10. Kóngarnir klóruðu þó aðeins í bakkan og skoruðu eitt mark. Lokatölur urðu því 10-1 KFS í vil.

KFS situr því efsta sæti C-riðils en Árborg og Álftanes eru aðeins þremur stigum á eftir og eiga leik inni.
Í dag mætir fá strákarnir í ÍBV svo Breiðablik í heimsókn á Hásteinsvöll kl. 16.00.