Velheppnuð dagskrá föstudags á Goslokum

Frá tónleikum Bjarmars og Pálma Gunnarssonar í Höllinni

Það er óhætt að segja að hún hafi verið þétt skipuð dagskrá Goslokahátíðar í gær föstudag. ÍBV bauð krökkum að mæta á æfingu hjá meistarflokkum sínum. Tónleikar í báðum Höllum, þeirri nýju og þeirri gömlu. Myndlistasýningar um allan bæ og Bingóspjöld á lofti. Ísfélagið bauð upp á barnaskemmtun sem reyndar var flutt inn í Íþróttamiðstöð af Stakkagerðistúni vegna rigningarinnar sem lét aðeins á sér kræla í gær. Það sama var með sýningu Leikhópsins Lottu á leikritinu um Gosa.

Allstaðar var fullt út úr dyrum og ekki annað að heyra en að almenn ánægja sé með dagskrána. Okkar maður Óskar Pétur var með myndavélina á lofti og má sjá afraksturinn hér að neðan.

chevron-right chevron-left

 

Fleiri myndir má sjá hér að neðan af Fésbókarsíðu Goslokahátíðar:

 

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið