Opnað verður fyrir úthlutun á lóðum fyrir hvítu tjöldin á morgun

ÍBV hefur fengið töluvert af ábendingum frá gestum sínum undanfarin ár um að fólk vilji annað fyrirkomulag á úthlutun á hvítu tjöldunum. ÍBV auglýsti eftir hugmyndum af fyrirkomulagi í haust og komu nokkrar hugmyndir og er ein þeirra var sú að fólk sækir um lóðir fyrir tjöldin sín og verður sú leið farin í ár. […]
Við erum við alltaf litla liðið í þessari keppni

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, er komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Þær höfðu betur í gær gegn Síle 23:22, í lokaumferð riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu. Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV skorði sex mörk í leiknum í gær. Ísland endaði í þriðja sæti B-riðils […]
Kvenfélagið Heimaey kom færandi hendi

Á laugardaginn kom vaskur hópur kvenna úr Kvenfélaginu Heimaey færandi hendi í heimsókn á Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir. Þær gáfu heimilinu 300.000 kr sem nýta á til uppbyggingar á nýju deildinni á Hraunbúðum. „Við á Hraunbúðum erum mjög þakklát fyrir þessa gjöf sem mun án efa nýtast vel. Það er ómetanlegt að finna þann góða hug og stuðning […]
Í hvorugu tilvikinu um alvarlega áverka að ræða

Tvær líkamsárásir kærðar til lögreglunar í Vestmannaeyjum um helgna. Samkvæmt lögreglu var í hvorugu tilvikinu um alvarlega áverka að ræða. Annars var nokkur erill hjá lögreglu vegna hinna ýmsu mála sem upp komu sem tengjast ölvunarástandi fólks, enda fjöldi fólks á ferð um bæinn um helgina í tilefni að Goslokahátíðarinnar. (meira…)
Að verða of stór í byggðarlaginu sínu

Fyrir nokkru hlustaði ég á fyrirlestur Ívars Atlasonar um þann merka mann, Gísla J. Johnsen, sem snemma á síðustu öld haslaði sér völl í atvinnulífi Vestmannaeyja. Hann hóf verslunarrekstur aðeins 17 ára gamall. Með verslun sinni og útgerðarrekstri náði hann að minnka umsvif Brydesverslunarinnar og á aðeins 10 árum að bæla niður þá dönsku einokun, […]
Heimir áfram með landsliðið?

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er vongóður um að Heimir Hallgrímsson haldi áfram starfi sínu sem þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þessu greindi hann frá í viðtali hjá Morgunblaðinu. Það eru liðin tæp sjö ár síðan Heimir kom til starfa hjá KSÍ. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir að Ísland lauk keppni á HM í Rússlandi […]