Á laugardaginn kom vaskur hópur kvenna úr Kvenfélaginu Heimaey færandi hendi í heimsókn á Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir. Þær gáfu heimilinu 300.000 kr sem nýta á til uppbyggingar á nýju deildinni á Hraunbúðum. „Við á Hraunbúðum erum mjög þakklát fyrir þessa gjöf sem mun án efa nýtast vel.  Það er ómetanlegt að finna þann góða hug og stuðning sem liggur að baki.“ segir í tilkynningu frá Hraunbúðum.

Þessi skemmtilegi hópur brottfluttra eyjakvenna kemur á goslokahátíðina á 5 ára fresti og nýtur þess að taka þátt í þeim viðburðum sem eru í gangi.