Baráttusigur ÍBV kvenna 

Í kvöld tóku Eyjastúlkur á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í leik í Pepsideildinni. Selfoss stúlkur byrjuðu leikinn betur en þær misstu heldur dampinn við mark ÍBV á 39. Mínútu. En mark Eyjakvenna skoraði Sigríður Lára Garðarsdóttir með skalla eftir bakfallsspyrnu frá Shameeku Fishley.

„Mér fannst við sterk­ari í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik settu þær mikla pressu á okk­ur og það var rosa­lega erfitt. Það sást á okk­ar liði að við vor­um að fara í gegn­um erfiðan kafla, það vant­ar sjálfs­traust í liðið. Ég var gríðarlega ánægður með bar­átt­una og karakt­er­inn sem liðið sýndi í seinni hálfleik, til að klára þetta og halda hreinu. Það er eitt­hvað sem við erum ekki bún­ar að gera nógu vel í sum­ar, marg­ir já­kvæðir punkt­ar.“ sagði Ian Jeffs, þjálfar ÍBV í spjalli við mbl.is að leik loknum.

Kærkominn og lífsnauðsynlegur sigur Eyjakvenna eftir erfiðar undanfarnar vikur, með marga leikmenn að glíma við meiðsli. Með sigrinum hífir ÍBV sig upp í 5. sæti deildarinnar með 11 stig.  

 

chevron-right chevron-left
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið