ÍBV sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þess efnis að misskilningur væri meðal fólks í tengslum við greiðslur fyrir úthlutun á tjaldsvæðinu fyrir hvítu tjöldin fyrir Þjóðhátíðina.

„Sá misskilingur er í gangi að það sé verið að taka út af kortunum ykkar fyrir lóðunum í dalnum. Þetta er þannig að þið fáið skilaboð í símann ykkar um að það sé búið að taka frá heimilid en eins og við höfum sagt þá verður þetta ekki tekið út af kortinu nema þið staðfestið ekki eða mætið ekki með súlurnar í dalinn.

Með öðrum orðum, kerfið mun taka frá heimild á kortinu þínu á meðan þetta ferli er í gangi og munum við aflétta heimildinni þegar súlurnar eru komnar upp.“