Eins og við sögðum frá í gær er íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Þar er okkar fulltrúi, Sandra Erlingsdóttir aldeilis að gera gott mót. En hún er í 5. Sæti yfir þær markahæstu í riðlakeppninni með 29 mörk. Sandra hefur skorað 17 af 29 mörkum sinna af vítalínunni þaðan sem hún er með 81% skotnýtingu. Í heildina hefur hún nýtt 74% skota sinna. Frábær leikmaður sem mikil eftirsjá verður í en hún mun leika með Val á næsta vetur.

Stelpurnar leika í 16 liða úrslitum gegn firnasterku liði Noregs í dag kl. 16.30 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á netinu. Má nálgast upplýsingar um hvar á vef HSÍ síðar í dag.