Fyrirtækjaskrá gerði athugasemd við skráningu á Herjólfur ohf.

Nafn nýstofnaðs félags Vestmannaeyjabæjar utan um rekstur Herjólfs er Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. Grímur Gíslason formaður stjórnar Herjólfs sagði í samtali við Eyjafréttir að ástæðan fyrir breytingunni á nafni félagsins væri athugasemd sem kom frá fyrirtækjaskrá.

„Fyrirtækjaskrá gerði athugasemd við skráningu á Herjólfur ohf. vegna Herjólfs hf. Það er verið að vinna í því að fá að skrá félagið undir því nafni sem til stóð en til að skráning drægist ekki frekar var byrjað á því að skrá félagið undir þessu nefni. Þetta er einungis tæknilegt atriði sem um er að ræða.“ Ásamt þessu og öðrum þáttum var félagið í um 40 daga að fá skráningu, „fyrirtækjaskrá tók sér góðan tíma til að yfirfara gögn og kom síðan með athugasemdir sem að voru einungis tæknilegs eðlis, sem sagt nafnið, og ekki nægjanlega skýr undirskrift. Brugðist var við því og skilað inn á ný og þá tók fyrirtækjaskrá sér aftur vel góðan tíma til að yfirfara gögnin áður en félagið var skráð,“ sagði Grímur og bætti við að þetta hafi engin áhrif haft á þau verk sem verið væri að vinna að.

Aðspurður um ráðningar sagði Grímur að ekki væri búið að ganga frá neinum ráðningum. „Þetta fór í fyrirfram ákveðið ráðningarferli sem að hefur tekið tíma en það fer að styttast í að þetta liggi fyrir. “

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið