Ný slökkvistöð við Löngulág?

Skjáskot af ja.is

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á þriðjudaginn lá fyrir minnisblað frá starfshópi á vegum ráðsins varðandi húsnæðismál slökkvistöðvar. „ Að gefnum þeim forsendum sem fyrir liggja leggur vinnuhópurinn til að staðsetning á nýrri slökkvistöð verði austan megin við Kyndistöð HS-veitna við Kirkjuveg,“ segir í fundagerð ráðsins. Ráðið fól framkvæmdastjóra að hefja vinnu við frumhönnun nýrrar slökkvistöðvar.

Nýr körfubíll Slökkviliðsins við æfingar á flugvellinum. Mynd: Facebook/Slökkvilið Vestmannaeyja

Einnig lá fyrir erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem hann óskaði eftir að fá að nýta fjárheimild sem myndaðist við kaup á körfubíl til að endurnýja þjónustubifreiðar slökkviliðsins. Ráðið samþykkti það.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið