Greint var frá á dögunum að Freyr Alexandersson þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu hafði valið Sigríði Láru Garðarsdóttur, leikmann ÍBV, á ný í landsliðshóp sinn. Sísí gat ekki tekið þátt í síðustu tveimur landsliðsverkefnum vegna veikinda en hún greindist með liðagigt í september. Í dag er hún einkennalaus og tilbúin til að taka slaginn með landsliðinu á nýjan leik. Ísland leikur tvo leiki í undankeppni HM 2019 gegn Færeyjum og Slóvakíu ytra þann 6. og 10. apríl.
�?að var greint frá því í janúar að þú værir í lyfjameðferð við liðagigt. Hvenær kom það í ljós og hvaða áhrif hefur gigtin haft á þig? �??�?g byrjaði fyrst að finna fyrir einkennum í september, þá í höndunum og svo var þetta komið í flesta liði líkamans og orðið mjög sársaukafullt. �?að var orðið erfitt fyrir mig að gera margar daglegar athafnir sem ég var vön að gera eins og að klæða mig í sokka, ég bara gat það ekki. Í byrjun janúar var ég greind með liðagigt og var það auðvitað mikið áfall fyrir mig. �?g þurfti að taka hvíld frá fótbolta í ákveðinn tíma og missti af tveimur landsliðsverkefnum. �?að að geta allt í einu ekki gert það sem maður lifir fyrir, þar sem fótbolti hefur leikið ótrúlega stórt hlutverk í lífi mínu og í því að móta mig sem þá manneskju sem ég er í dag. Allt þetta er krefjandi og tekur á, en ég er mikil keppnismanneskja og því er þetta bara verkefni sem ég þarf að lifa með og takast á við.
Í dag hef ég klárað þrjár lyfjagjafir og er einkennalaus og mér líður vel. �?g er farin að æfa af fullum krafti og spila, tek einn dag í einu og nýt hverrar einustu mínútu,�?? segir Sísi.
�?ú gast ekki tekið þátt í Algarve mótinu sem fram fór á dögunum en ert komin aftur í landsliðshópinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM í apríl. �?að hlýtur að vera gleðiefni fyrir þig? �??Já, það er það. �?g er ótrúlega ánægð að vera valin aftur í hópinn, ég hef lagt mikið á mig til að ná því markmiði og það er bara virkilega gaman. �?g hlakka mikið til og það eru auðvitað algjör forréttindi að fá að vera valin í íslenska landsliðið.�??
Hvernig hefur annars undirbúningstímabilið verið hjá ykkur í ÍBV, hefur liðið náð að æfa vel í vetur og eru þið ánægðar með stöðuna á liðinu á þessum tímapunkti? �??�?að hafa verið mikil meiðsli í hópnum og höfum við verið mjög fámennar á æfingum og leikjum í vetur. En þetta er allt að koma og það er að koma ágætis mynd á hópinn, en við höldum nánast sama hópi og frá því í fyrra sem er mjög gott. �?að hefur verið mikill stígandi í síðustu þremur leikjum hjá okkur og við höldum áfram að byggja ofan á það. �?g er spennt fyrir komandi tímabili og bjartsýn á gott gengi í sumar,�?? segir Sísí að lokum.