Tói Vídó, áhugaljósmyndari.

Vestmannaeyjar eru ríkar af myndefni og hafa verið viðfangsefni margra fallegra ljósmynd. Það sem Eyjarnar eru einnig ríkar af eru færir áhugaljósmyndarar.  Einn þeirra er Tói Vídó. Hann hefur verið að leika sér með myndavélina í nokkur ár og hefur náð ótrúlega góðu valdi á henni.  Í gegnum tíðina hefur hann verið að senda öðru hvoru myndir inn á hinar og þessar síður og ljósmyndasamkeppnir á netinu. Ein af þessum síðum er Gurushot.com. En þar eru settar fram þemur sem ljósmyndarar senda svo inn myndir eftir. Bestu myndirnar eru svo settar á sýningar í galleríum víða um heiminn. 

Þessa dagana sýnir Gurushot.com í galleríinu Berlin blue í Berlín, Þýskalandi á sýningu sem þeir kalla “Art og Black & White” eða hin svarthvíta list. Þar er Tói meðal sýnenda eftir að hafa hlotið fyrstu verðlaun í samnefndri keppni á vefsíðunni. “Það eru þemu hjá þeim og þessi var í 1 sæti og þar af leiðandi var hún valin til útprentunar,” sagði Tói en þetta er ekki fyrsta sýning sem hann á mynd á. “Ég er búinn að vera á þremur öðrum sýningum hjá þeim en þar voru myndirnar ekki prentaðar út heldur eingöngu sýndar á skjá.”

Mynd Tóa á sýningunni.

Skemmtilegt að sjá Eyjarnar eiga sinn fulltrúa á svona sýningu. Fyrir áhuga sama má sjá fleiri myndir af sýningunni á gurushots.com/article/art-of-black-white-berlin-blue. Fleiri myndir Tóa á síðunni má finna á gurushots.com/toivido1/photos.