Í kvöld mættu ÍBV stúlkur KR í vesturbænum í leik í Pepsideildinni. En fyrir leik höfðu KR ekki enn unnið leik á heimavelli og tapað öllu síðan í fyrstu umferð þar sem þær sigruðu Selfoss.

Eyjastúlkur byrjaði betur og á 23. mínútu kom Sigríður Lára Garðarsdóttir ÍBV yfir með skallamarki. En restina af leiknum tóku KR öll völd á vellinum Í upphafi síðari hálfleiks jók Ingibjörg Lúcí Ragnarsdóttir forystuna, gegn gangi leiksins, með skoti af stuttu færi. 2-0. En sú forysta stóð ekki lengi því aðeins 8 mínútum seinna hafði Shea Connors skorað tvö mörk fyrir KR og jafnað metin.

Það var síðan Katrín Ómarsdóttir sem skoraði langþráð sigurmark KR stúlkna á 73. mínútu eftir fyrirgjöf frá Bettsy Hassett.

Lokatölur urðu því 3-2 KR í vil og fyrsti heimasigur þeirra staðreynd. Eftir leikinn situr KR samt áfram á botni deildarinnar við hlið FH með 6 stig.

ÍBV siglir ansi lygnan sjó í 6. sæti með 11 stig og eiga næsta leik á móti FH á Hásteinsvelli þriðjudaginn 24. júlí nk.