Dæmdir fyrir ránstilraun

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo karlmenn til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tilraun til ráns í Vestmannaeyjum árið 2016. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir að hafa hótað manni líkamsmeiðingum í því skyni að hafa af honum fjármuni. Fór annar af þeim sem væru dæmdir með manninn inn í anddyri Landsbankans á Bárustíg í Vestmanneyjum á […]
100 ár frá komu fyrsta bílsins til Eyja

Í dag er þess minnst á Þingvöllum að í ár eru 100 ár frá því að Ísland hlaut fullveldi. En fyrir 100 árum upp á dag birtist einnig í Eyjum í fyrsta sinn merkilegur hlutur. En þá kom fyrsti bílinn til Vestmannaeyja. Hann var vörubíll af gerðinni Maxwell og í Eigu Eyþórs Þórarinssonar kaupmanns á […]
„Mjög fínum makríl“ landað úr Kap VE

Í morgun var byrjað að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn. Þetta er fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. Fyrir helgi fékk VSV makríl til vinnslu úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, skipi Eskju sem útgerðarfyrirtækið Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú á leigu. „Makríllinn er mjög […]
Ottó kemur til hafnar á morgun fimmtudag

Nýtt skip Ísfélagsins Ottó N. Þorláksson VE-5 er væntanlegt á morgun, fimmtudag til hafnar í Vestmannaeyjum úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu Ísfélagsins. Að lokinni löndun verður skipið til sýnis fyrir áhugasama á milli kl. 14 og 16 og eru allir velkomnir. Ottó N. Þorláksson var síðast í eigu HB Granda og var smíðaður árið 1981 […]
Yfirvinnubann ljósmæðra hefur engin áhrif nema komi til forfalla

Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi á miðnætti og er ljóst að það mun skapa óvissu og óöryggi í samfélaginu. Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa verið gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja mönnun ljósmæðra og skipulag fæðingaþjónustu á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Á Selfossi er mönnun með þeim hætti að tvær ljósmæður eru alla virka daga. Allar aðrar […]
Tyrkjaránið og súpa í Sagnheimum

Það var þétt setinn salurinn í Sagnheimum í hádeginu í gær, þriðjudag, þar sem Ragnar Óskarson fjallaði um Tyrkjaránið 1627 í máli og myndum. Þá sagði Jóhann Jónsson frá endugerð skiltis við Fiskhella. Kári Bjarnason sagði þá í stuttu máli frá væntanlegri útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Eins og fyrri daginn var okkar maður […]