Fjölmargar umsóknir um breytingar og byggingarleyfi lágu fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs síðastliðinn þriðjudag.

Óskað var eftir byggingarleyfi á 260 m2, tveggja íbúða húsi á þremur hæðum að Vesturvegi 25. Einnig á 200 m2 einbýlishúsi að Goðahrauni 4.   Var erindunum vísað til bæjarstjórnar og mælt með að auglýsa tillöguna og setja í grenndarkynningu.

Þá voru samþykkt byggingaráform 4000 m2 atvinnuhúsnæðis í botni Friðarhafnar. Hins vegar gat ráðið ekki orðið við ósk the Brothers Brewery eftir byggingareit á Vigtartorgi fyrir starfsemi fyrirtækisins.

Þá sóttist Alþýðyhúsið eftir stöðuleyfi fyrir bjórsölufám á bílastæði norðan við húsið og afnot af svæði utan lóðar í tengslum við skemmtanahald dagana 2.-6. ágúst 2018. Ráðið gat ekki orðið við erindinu og heimilar ekki afnot af opnu svæði og bílastæðum utan lóðarmarka umsækjanda.

Fleiri umsóknir voru teknar fyrir og má lesa um þær í fundargerðinni á Vestmannaeyjar.is