Eyjamenn eru dottnir úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 2-0 tap gegn Sarpsborg 08 í seinni leik liðanna út í Sarpsborg. Fyrri leikurinn fór 0-4 og sigraði því Sarpssborg samtals 0-6 í einvíginu.

ÍBV gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Yvan Erichot komu út fyrir Sigurð Arnar Magnússon og Alfreð Hjaltalín. Heimamenn gerði hins vegar fimm breytingar enda með góða forystu eftir fyrri leikinn.

Sarpsborg komst yfir strax á 13. mínútu með marki frá Mikkel Fauerholdt Agger. Heimamenn höfðu öll höld og tögl á leiknum en ÍBV hélt þeim þó í skefjum fram á 82. mínútu þegar Mikkel Agger skoraði sitt annað mark í leiknum.

Sanngjarn 2-0 sigur Sarpsborg 08 því staðreynd og ÍBV dottið út. Sarpsborg mun mæta St. Gallen frá Sviss í 2. umferð keppninnar.