Til upplýsingar vegna umsóknar the Brothers Brewery

:: yfirlýsing frá formanni umhverfis- og skipulagsráðs

Umhverfis- og skipulagsráð gat ekki orðið við erindi Brothers Brewery ehf. þar sem gildandi deiliskipulag kveður á að umrætt svæði sé torgsvæði/grænt svæði, ekki byggingasvæði. Ráðið telur mikilvægt að halda svæðinu sem slíku, ekki síst fyrir þær sakir að fá slík svæði eru eftir.

Formaður ráðsins hefur boðið forsvarsmönnum Brothers Brewery ehf. að funda með skipulagsfulltrúa og undirrituðum vegna málsins til að fara yfir deiliskipulag og hvað annað væri mögulega í boði.

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Jólablað Fylkis

Mest lesið