Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja var haldinn á skrifstofu félagsins í dag mánudaginn 23. júlí. Þar kom meðal annars fram að rekstrartekjur félagsins hafa dregist saman milli ára. Árið 2017 voru þær 104 m.USD, samanborið við 109 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 4 m.USD en 21 m.USD árið 2016. Afli skipa Ísfélagsins var 105 þúsund tonn. Þá tóku samþykktir félagsins breytingum vegna ákvörðunar um rafræna eignarskráningu hlutabréfa.

Breytingar voru gerðar stjórn félagsins og nýja stjórn skipa Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Sigurbjörn Magnússon.

Frá aðalfundi Ísfélags Vestmannaeyja 23. júlí 2018.