“Komið hefur í ljós að óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa Þjóðhátíðarmiða útá stolin greiðslukort hjá okkur á dalurinn.is sem þeir hafa svo áframselt.
Þessir miðar hafa nú verið ógildir. Ávallt skal hafa varann á kaupir þú miða af öðrum en dalurinn.is.” segir í tilkynningu á dalurinn.is.

“Eftirfarandi eru númer þeirra pantana sem við vitum að hafa verið keypt með stolnum kortum: 51342, 51343, 51344, 51447, 51448, 51449, 52057, 52063, 52064, 52065, 52066, 52067, 52068, 52069, 52070, 52078, 52081, 52082, 52083, 52064, 52085, 52086

Hafir þú eitthvert þessara númera á þínum miða að þá hefur hann verið ógildur og veitir því ekki aðgang að Þjóðhátíð í Eyjum.

Við hörmum það ef einhverjir hafa keypt miða af óprúttnum aðilum og viljum benda fólki á að senda okkur fyrirspurnir á [email protected] ef einhverjar spurningar vakna.”