Sótt hefur verið um 65% af lóðunum sem er úthlutað fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal, eða um 800 metrar. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að úthlutunin hafi gengið vel fyrir utan byrjunarörðuleika sem urðu í byrjun, „það var vegna samskiptaörðuleika við Borgun um greiðslufyrirkomulagið,“ sagði Dóra Björk.

Á morgun er síðasti dagurinn til að taka frá tjaldstæði á skipulögðum götum í Herjólfsdal. Einnig þarf að staðfesta umsóknina um lóðina á tímabilinu 26. – 28. júlí og er það gert á heimasíðu Þjóðhátíðar, dalurinn.is.

Dóra Björk vildi jafnframt minna á upplýsingarnar og dagsetningarnar sem eru gefnar upp hér að neðan.

31. júlí 2018 – Niðursetning á súlum verður á eftir töldum tímasetningum.
Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00
Ástarbraut og Veltusund – kl. 18:00
Skvísusund og Lundaholur – kl. 19:00
Sigurbraut, Sjómannasund og Golfgata – kl. 20:00
Efri byggð og Klettar – kl. 21:00
Þeir sem tóku ekki frá lóð – kl. 21:30
 
1. ágúst 2018
Lokað verður fyrir akandi umferð inn í dal frá innrukkunarhliðinu.
 
2. og 3. ágúst 2018 Búslóðaflutningar verða á eftirfarandi tímum:
2. ágúst 11:30 til 15:00 og 17:30 til 20:00
3. ágúst  9:00 – 11:30
Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð.