Varp lund­ans er betra í Ak­ur­ey en á horfðist en horf­ur í Vest­manna­eyj­um eru ekki góðar. Í fyrra fund­ust um 4.800 pysj­ur í Vest­manna­eyja­bæ en nú virðist komið bak­slag og pysju­dauði mik­ill, greinir Morgunblaðið frá í dag.

Full­orðnir lund­ar í kring­um Vest­manna­eyj­ar fljúga allt að 110 km í leit að æti fyr­ir unga sína og koma heim með sílal­irf­ur sem eru örfá grömm í stað síla sem vega 10 til 15 grömm. Við sett­um nú í sum­ar GPS-staðsetn­ing­ar­tæki á 11 lunda­for­eldra í Eyj­um og í Gríms­ey þar á und­an. Með því að fljúga svona langt þá fækk­ar öfl­un­ar­ferðum og lundapysj­urn­ar eru sjaldn­ar mataðar. Ferðirn­ar eru nú orðnar miklu færri en þarf til að ala upp pysju,“ seg­ir Erp­ur Snær Han­sen, starf­andi for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Suður­lands.

„Tölu­vert fór að drep­ast af pysju í Vest­manna­eyj­um í síðastliðinni viku. Góðu frétt­irn­ar ann­ars staðar frá eru að sandsíl­in virðast vera að ná sér á strik þar og sér­stak­lega í Faxa­fló­an­um,“ sagði Erpur í samtali við Morgunblaðið.