Eins og glöggir lesendur Eyjafrétta tóku væntanlega eftir umturnaðist útgáfa Eyjafrétta núna um síðustu mánaðarmót. Útgáfudögum blaðsins fækkaði, skrifstofan flutti, starfsfólki fækkaði og meira að segja símanúmerunum fækkaði. En aðeins er eitt símanúmer til okkar á ritstjórn nú í stað tveggja 481-1300. En á sama tíma opnuðum við líka nýja og glæsilega fréttasíðu.

Það hefur heldur væntanlega ekki farið framhjá neinum að síðan hefur á tímum verið heldur á hraða snigilsins og verið lengi að opnast. En það er eins og oft þegar nýir hlutir eru reyndir þá fer ekki alltaf allt strax í réttan farveg. Nú horfir hins vegar til betri vegar og er búið að finna út hvað veldur hægum hraða. Þetta verður lagað á næstu dögum og ættum við að vera komin á hraða hérans áður en við vitum af. Við biðjumst velvirðingar á þessum hægagangi og lofum að gera betur.

Að því sögðu er rétt að minnast aðeins á næsta blað. En þann 1. ágúst nk. kemur út næsta blað Eyjafrétta stútfullt af skemmtilegu efni og viðtölum m.a. tengdu Þjóðhátíð. Við kynntumst nýjum skólastjóra GRV, Arnar Pétursson fyrrum þjálfari þrefaldra meistara ÍBV í handbolta fer yfir ferilinn og margt fleira áhugavert.

Blaðið verður borið út til áskrifenda miðvikudaginn 1. ágúst og verður einnig aðgengilegt þeim á eyjafrettir.is að morgni sama dags. En til þess að lesa blaðið á vefnum, sem og annað læst efni þarftu að vera innskráður. Það gerir þú hér. Ef þú getur ekki opnað neitt eftir innskráningu getur verið að það eigi eftir að virkja aðganginn þinn. Það gerir þú með því að fylla út þetta eyðublað. Þegar spurt er um áskriftarleið velur þú einfaldlega “Ég er þegar í áskrift og óska eftir aðgang að blaðinu á netinu.

Ef þú ert ekki með áskrift er löngu tímabært að breyta því. Þá einfaldlega velurðu þá áskriftaleið sem þér hentar. Sem er ýmist að fá blaðið sent heim meðfram aðgangi að vefnum. Sem er aðeins kr. 1300 á mánuði fyrir íbúa Vestmannaeyja og 1500 kr. fyrir aðra. Eða þá eingöngu aðgangur að vefnum á kr. 1000 á mánuði. Til þess að gerast áskrifandi skráir þú þig inn og fyllir svo út þetta sama eyðublað.