Hildur Sólveig Sigurðardóttir – sjúkraþjálfari

Að geyma veskið í rassvasanum eykur ekki bara á hættuna á því að veskinu þínu verði rænt, það detti í klósettið eða að þú týnir því, heldur getur það að geyma seðlaveski í rassvasanum valdið þér raunverulegum bakverk. Við að setjast niður með veski sem er nokkrir sentimetrar að þykkt undir bakhlutanum, veldur þú skekkju á mjaðmagrindinni og þannig aflagar þú stöðu hryggsins. Til lengri tíma getur slíkt valdið þrýstingi á taugar mjóbaksins og valdið bakverk og óþægindum niður í fótlegg eða jafnvel settaugarbólgu. Það sama gildir að sjálfsögðu um að hafa gsm síma í rassvasanum auk þess að það að geyma gsm síma þar eykur á hættu á að síminn brotni og getur haft aðrar alvarlegar afleiðingar en fyrir karlmenn t.a.m. geta rafsegulbylgjur símans haft áhrif á hreyfigetu sæðisfruma.

Skynsamlegast er því að geyma veskið og/eða símann t.d. í jakkavasa eða tösku til að koma i veg fyrir þjófnað, bakvandamál og aðra fylgikvilla.