Tilkynning frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi

Tilkynning til keppenda og áhorfenda: 1. Vegna ítrekaðra brota á reglum á æfingasvæðum við golfskála verður þeim æfingasvæðum lokað á föstudag en æfingasvæði á Þórsvelli opnar kl. 06.30. 2. Bannað er að leggja bílum meðfram 12. og 13. braut. Kylfingum og öðrum er bent á bílastæði við Áshamar. Mótsstjórn, Íslandsmótsins í golfi 2018 í Vestmannaeyjum. […]
Elliði Vignisson ráðinn bæjarstjóri í Ölfusi

Elliði Vignisson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Var það samþykkt á bæjarstjórnarfundi fyrr í dag, en þetta greindu Hafnarfréttir frá. Alls sóttu 23 einstaklingar um stöðuna en fimm drógu umsókn sína til baka og var Elliði því ráðinn úr hópi 18 umsækjenda. Elliði átti farsæl tólf ár hér hjá Vestmannaeyjabæ, en hann sinnti því starfi […]
Fyrirhugaðar framkvæmdir við Landeyjahöfn

Nýverið óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í endurbætur á Landeyjahöfn. Um er að ræða byggingu á tunnum á enda brimvarnargarða, grjótvörn á garðsendum, byggingu vegar út vesturgarð og stækkun innri hafnar. Þann 10. júlí síðastliðinn voru svo tilboðin opnuð. Tvo tilboð bárust. Lægstir voru Ístak hf. Með tilboð upp á tæpar 744 milljónir. Hitt tilboðið var […]
Breki VE farinn til veiða sunnan Eyja

„Við tókum tvö karfahöl í gærkvöld og í nótt. Þar með erum við komnir með skipið til veiða. Fyrstu sólarhringarnir fara annars að miklu leyti í að stilla af spil og vinnslukerfi, eins og við var búist,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, í morgun. Áhöfnin á nýja VSV-togaranum er sem sagt komin á […]
Íslandsmótið í golfi hófst í morgun

Íslandsmótið í golfi hófst kl. 7:30 í morgun í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja sló fyrsta högg mótsins. Bjarni Þór Lúðvíksson úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hóf fyrstur leik í mótinu en hann er jafnframt yngsti kylfingurinn í karlaflokki. Bjarni Þór er 13 ára en fagnar 14 ára afmæli sínu á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt […]