Elliði Vignisson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Var það  samþykkt á bæjarstjórnarfundi fyrr í dag, en þetta greindu Hafnarfréttir frá.

Alls sóttu 23 einstaklingar um stöðuna en fimm drógu umsókn sína til baka og var Elliði því ráðinn úr hópi 18 umsækjenda.

Elliði átti farsæl tólf ár hér hjá Vestmannaeyjabæ, en hann sinnti því starfi í 12 ár og hefur því mikla reynslu á sviði sveitarstjórnarmála og rekstri sveitarfélaga.

Eyjafréttir óska Elliða innilega til hamingju með nýja starfið.